Margskonar leirmuni má sjá á hillum og borðum Listvinahússins. Má þar m.a. nefna víkinga, vasa og skálar, auk krúsa, kertaljósa og fleiri muna.
Allir leirmunirnir eru handgerðir og liggur mikil vinna að baki hverjum og einum. Mikill metnaður er lagður í öll smáatriði og fást þannig einstakir módelsmíðaðir leirmunir.
Í grófum dráttum má flokka leirmuni Listvinahússins í fimm flokka, sem sjá má hér að neðan. Smellið á myndirnar til að sjá fleiri muni sömu tegundar.